Ingunn Alexandersdóttir
Ég er gift fjögurra drengja móðir. Mitt aðalstarf er leikskólastjórnun í leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi. Einnig sit ég í sveitarstjórn Borgarbyggðar, er ritari í stjórn DAB og sit í fulltrúaráði SPM. Við hjónin rekum einnig fjárbú að Lækarbug í Borgarbyggð þar sem við erum búsett.
Helstu áhugamál mín eru fjölskyldan, sveitarstjórnarmál, hestar og náttúruskoðun.