Færsluflokkur: Bloggar

Sauðburður hafinn

Hún Hreindýrabotna er borin tveimum botnóttum hrútum. Þar með er sauðburðurinn formlega hafinn hér á bæ. Að öllum líkindum verður smá bið í næstu lömb en það er ágætt að þetta fari rólega af stað.


Frumburðurinn fermdur

Í gær var Pétur Már fermdur í Borgarneskirkju af séra Þorbirni Hlyni Árnasyni. Athöfnin var virkilega falleg og fermingarbörnin öll svo glæsileg. Veðrið spillti ekki fyrir, heiðríkja og hægur norðan andvari. Veislan var svo haldin í Lyngbrekku þar sem veislugestir gæddu sér á grilluðu lambakjöti með öllu tilheyrandi. Það voru listakokkarnir Torfi og Ingunn sem töfruðu fram slíkan veislumat. Á eftir var svo fermingarísterta, kransaka og ekta súkkulaðikaka sem tengdó bakaði, umm þvílíkt góðgæti. Ekki má svo gleyma henni Agnieszku sem hjálpaði til við að bera á borð og vaska upp.

Eftir veisluna kom svo familían mín í sveitina okkar að skoða nýja húsið. Þau voru öll yfir sig hrifin enda húsið allt hið glæsilegasta. Í gærkvöldi fór Gísli svo með vaska þrifsveit að klára þrífa Lyngbrekku. Takk fyrir frábæran dag, Pétur var mjög ánægður með daginn, enda stóð hann sig alveg frábærlega.


Hrossakaup

Í gærkvöldi kom hún Fífa til okkar alla leið frá Höfn í Hornarfirði. Hún er fjórtan vetra hvít meri  og á víst að vera barnahestur. Það eru allir búnir að prófa hana nema ég. Ég þarf aðeins meiri kjark. Strákarnir eru hrifnir af henni og rífast um að láta teyma undir sér. Við slepptum henni svo saman við stóðið og hljóp hún strax í burtu. Síðast þegar ég vissi þá stefndi hún í áttina að Fíflholtum. Gísli er farinn að svipast um eftir henni. Vonandi tekur hún okkur í sátt og kemur aftur til baka.


Loksins orðin tengd

Nú erum við loksins komin með sítengingu þannig að við getum verið á netinu í tíma og ótíma. Þetta var mikið princip hjá unglingnum á heimilinu að fá almennilega nettengingu. Þá er bara ekki eftir neinu að bíða og byrja bara að bloggaSmile

 

 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband