Hrossakaup

Í gærkvöldi kom hún Fífa til okkar alla leið frá Höfn í Hornarfirði. Hún er fjórtan vetra hvít meri  og á víst að vera barnahestur. Það eru allir búnir að prófa hana nema ég. Ég þarf aðeins meiri kjark. Strákarnir eru hrifnir af henni og rífast um að láta teyma undir sér. Við slepptum henni svo saman við stóðið og hljóp hún strax í burtu. Síðast þegar ég vissi þá stefndi hún í áttina að Fíflholtum. Gísli er farinn að svipast um eftir henni. Vonandi tekur hún okkur í sátt og kemur aftur til baka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband