6.4.2007 | 09:03
Frumburðurinn fermdur
Í gær var Pétur Már fermdur í Borgarneskirkju af séra Þorbirni Hlyni Árnasyni. Athöfnin var virkilega falleg og fermingarbörnin öll svo glæsileg. Veðrið spillti ekki fyrir, heiðríkja og hægur norðan andvari. Veislan var svo haldin í Lyngbrekku þar sem veislugestir gæddu sér á grilluðu lambakjöti með öllu tilheyrandi. Það voru listakokkarnir Torfi og Ingunn sem töfruðu fram slíkan veislumat. Á eftir var svo fermingarísterta, kransaka og ekta súkkulaðikaka sem tengdó bakaði, umm þvílíkt góðgæti. Ekki má svo gleyma henni Agnieszku sem hjálpaði til við að bera á borð og vaska upp.
Eftir veisluna kom svo familían mín í sveitina okkar að skoða nýja húsið. Þau voru öll yfir sig hrifin enda húsið allt hið glæsilegasta. Í gærkvöldi fór Gísli svo með vaska þrifsveit að klára þrífa Lyngbrekku. Takk fyrir frábæran dag, Pétur var mjög ánægður með daginn, enda stóð hann sig alveg frábærlega.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.