5.8.2007 | 22:12
Frábær fjörureið
Var að koma heim úr fjörureið. Það var alveg stórkostleg upplifun að ríða silkimjúkar fjörurnar. Algjörlega toppurinn í hestamennskunni. Það besta er að það er bara spölkorn fyrir okkur að fara niður á fjörur. Nú verður þetta gert oftar ef ég fæ einhverju um það ráðið.
Eftir fjörureiðina var okkur boðið í kaffi á Kafteinsflöt. Þar var sannkölluð útihátíðarstemning. Ég entist hinsvegar ekki lengi þar sem ég þufti að drífa mig heim og athuga með börnin. Karlinn var þó ekkert á því að koma heim. Svona eru nú þessir karlar, óalandi og óferjandi
Athugasemdir
Öfunda þig af góðum degi í samneyti við gott fólk og gæðinga. Líklega á ég ekki eftir að fá þá ósk uppfyllta að ríða Löngufjörur.
Hann afi minn sálugi sagði að Stóra-Hraun væri stærsta jörð á Íslandi og jafnvel í allri Evrópu,- um fjöru!
Ekki var hann nú þekktur að því að ýkja!
Árni Gunnarsson, 5.8.2007 kl. 22:25
Umm, vildi að ég hefði verið með ykkur. Skrifast allt á hana Fífu
Alveg að drepast í bakinu. Kem með næst!
Guðrún (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 18:56
Æjæ og mér sem finnst hún svo æðisleg. Held reyndar að mér sé einni sem finnst það
Ingunn (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.