Dúpsí rúpsí

Þessi vinnuvika er búin að líða alveg ótrúlega hratt enda búið að vera ansi mikið að gera. Nýi leikskólinn Ugluklettur er búinn að eiga hug minn og hjarta  þessa vikuna. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en jafnframt ansi hreint krefjandi verkefni. Það er í mörg horn að líta þ.e. nýtt hús, ný börn, nýir foreldrar og nýtt starfsfólk. Langflestir foreldrar eru ánægðir og dásama leikskólann(ekki annað hægt hann er svo flottur). Starfsfólkið  er líka ánægt, allir svo glaðir, þannig að þetta er bara gamanSmile.

Bjarki Blær fór í leikskólann á þriðjudaginn eftir ansi hreint gott sumarfrí. Það var pínu erfitt fyrir hann fyrst en svo var allt í lagi. Hann er mjög ánægður í leikskólanum. Guðjón og Alexander eru búnir að vera með pabba sínum í heyskap þessa vikuna og Pétur greyið er lasinn(hálsbólga og beinverkir).

Í næstu viku fer Alexander á sundnámskeið þ.e. í 5 skipti. Gísli ætlar að sjá um að fara með hann þar sem frúin er frekar busy. Nú svo styttist nú að strákarnir byrji í grunnskólanum en hann byrjar 27. ágúst. Alexander er að fara byrja í 1. bekk og Guðjón að fara í 2. bekk. Guðjón er búinn að tilkynna Alexander hvernig hann eigi að haga sér í skólanum þannig að hann veit aðeins hvernig þetta gengur fyrir sig. Þeir eru svo báðir ákveðnir að hefja píanónám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar í haust. Einhver hugur er í Guðjóni að fara að æfa frjálsar þannig að það verður nóg að gera. Pétur er að fara í níunda bekk þannig að það styttist í að hann fari í menntaskólaCool.

 Í september byrja ég svo aftur í sveitastjórn eftir ágætis frí. Mér finnst það reyndar bara mjög spennandi þar sem pólitíkin er eitt af aðaláhugamálum mínum. Nú heldur örugglega einhver að ég sé eitthvað skrýtin að hafa svona áhugamál en sem betur fer þá erum við öll ólík og höfum ólík áhugamálErrm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband