Uppgjör helgarinnar

Helgin leið alveg hrikalega hratt...held að ég hafi verið á hraða ljóssins um helgina. Reyndar tók ég helgina frekar snemma þar sem ég var í fríi eftir hádegi á föstudaginn. Byrjaði á að fara í klippingu og litun svona rétt til að hressa uppá útlitið..úff ekki veitt af. Þvínæst fór ég til Reykjavíkur að gæsa hana Láru svilkonu mína. Það var heljarinnar prógramm og áform mín um að vera akandi breyttust á örskammri stundu. Þetta var mjög skemmtilegt og gaman að hitta vinkonur hennar. Kvöldið endaði á Papaballi á Players.. úff, púff, er ekki enn búin að jafna mig. Það hefur líklega verið nokkuð til í orðum mannsins sem við Gunna hittum fyrir utan staðinn "Vá hvað þið eruð hallærislegar" Við fittuðum engan veginn inn í endurvinnslu prógrammið þrátt fyrir góðan vilja.

Brúðkaupið hjá Láru og Halla verður semsagt um næstu helgi þannig að það er eintóm gleði allar helgar. Strákarnir verða líklega í pössun á Stokkseyri, þeim leiðist það sko ekki. Vorum reyndar þar á laugardag og sunndag. Fórum á Veiðisafnið að skoða uppstoppuð íslensk og afrísk dýr. Strákunum fannst alveg ótrúlega gaman. Hitti Ragnhildi vinkonu hennar mömmu þar(hún er stundum að vinna þar). Alltaf gaman að hitta Stokkseyringa.

Ég fór í morgun með Alexander og Bjarka í  til langömmu. Það er alltaf sama stuðið á henni. Áður en ég fór bað hún mig að skrifa í gestabókina sem og ég gerði. Allt í einu hljóp einhver púki í mig(gerist stundum) og ég fór að yrkja stöku um ömmu og allar hennar heimsins áhyggjur og böl. Svo skrifaði ég bara undir og kvaddi. Ég var svo varla kominn til mömmu þegar ég heyrði fram í eldhúsi; Ingunn hvað varstu að skrifa í bókina? Ha ég? Hvað meinarðu? Ég er búin að vera lesa þetta fram og aftur. Gaman, gaman, tilganginum var semsagt náð. Sú gamla er söm við sigWink.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband