16.9.2007 | 08:23
Veisluhöld
Í gær fór ég með strákana þrjá í Borgarnes. Guðjón fór í afmæli hjá bekkjabróður sínum og ég fór í sund með Bjarka og Alexander á meðan. Anni og Elisa keyrðu Pétur til Reykjavíkur þar sem hann ætlar að dvelja um helgina. Þær fóru svo að lita sig um í borginni.
Á eftir þarf ég að fara útbúa mat fyrir tvær veislur. Í kvöld verður veisla hér hjá okkur til heiðurs tengdaforeldrum mínum en þau eiga 40 ára brúðkaupsafmæli í dag. Ég er semsagt að fara laga humarsúpu a la mamma. Annað kvöld verður svo veisla fyrir réttar og rekstarfólkið. Þá ætla ég að bjóða upp á grillað lambakjöt af nýslátruðu ásamt meðlæti. Ég reikna með að það verði um 40 manns í mat. Gísli er búinn að smíða langborð í bílskúrnum þannig að það ætti að vera pláss fyrir alla.
Eftir hádegi í dag ætla einhverjir að fara ríðandi héðan og uppí rétt. Reyndar ætlaði ég að fara með en ég sé ekki fram á að ég komist með þar sem ég verð líklega föst í eldhúsinu. Maður er bara að verða eins og ekta húsmóðir. Í fyrramálið förum við svo að draga kindurnar okkar og koma þeim svo heim.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.