27.9.2007 | 18:19
Sitt lítið af hverju
Þá er þessi vinnuvika að verða floginn á braut, nánast í orðsins fyllstu merkingu miðað við veðrið síðustu daga. Við Íslendingar verðum alltaf jafn hissa þegar það gerir almennilegt rok og rigningu. Alveg eins og við höfum aldrei upplifað annað eins, ótrúlegt alveg.
Í dag fór ég til Reykjavíkur á mjög stuttan en merkilegan fund. Við fórum fjórir fulltrúar Borgarbyggðar til fundar við fjárlaganefnd Alþingis. Merkilegt nokk. Mér var sagt slíkir fundir bæru jafnan lítinn árangur og áhugi fjárlaganefndar oft ansi lítill. En ég er á annarri skoðun. Í nýrri fjárlaganefnd situr nú þrautreynt sveitarstjórnarfólk sem sýndi málefnum okkar skilning og áhuga. Þannig að ég hef það á tilfinningunni að ferðin hafi verið hin gagnlegasta. Það er nú bara þannig að maður verður að koma óskum sínum á framfæri þegar tækifæri gefst til. Þannig var það einmitt í dag.
Á eftir erum við hjónin að fara út að borða með stjórn DAB en þar sit ég sem ritari. Ástæðan fyrir kvöldverðinum er sú að Margrét Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri er að láta af störfum eftir 30 ára farsælt starf. Það verður því ánægjulegt að geta átt notalega stund með Margréti ásamt öðrum stjórnarmeðliðum.
Um helgina eru svo bara fleiri kindur og réttir. Andrea frænka okkar ætlar að koma um helgina og strákarnir orðnir svaka spenntir að fá hana í heimsókn. Annars ætla ég bara að hafa það huggulegt um helgina á meðan Gísli eltir kindur um öll fjöll.
Athugasemdir
Ha? Bara alltaf úti að borða. Ekki nema von að það þurfi að hitta fjárlaganefnd, ekki veitti mér af því...
Guðrún (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 20:13
Þetta er allt gott í hófi
Ingunn (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.