Orð eru til alls fyrst

Síðustu dagar hjá mér eru búnir að vera frekar strembnir. Á mánudagsmorgun skömmu áður en ég ætlaði í vinnuna byrjaði ég að kasta upp með svo miklum látum að ég vissi hvernig þetta myndi enda. Það endaði nú reyndar þannig að ég hætti að kasta upp og svaf það sem eftir var dagsins. Í gærmorgun dreif ég mig svo í vinnuna þar sem mér fannst ég ekki geta legið svona eins og drusla. Til að byrja með var ég bara nokkuð hress en svo fór aðeins að svífa á mig. Þar sem ég þjáist af ansi mikilli þrjósku þá lét ég þetta ekki á mig fá heldur hélt út daginn. Þegar ég var svo komin heim seinnipartinn í gær var ég gjörsamlega búin á því. Í morgun ákvað ég svo að þetta gengi ekki og dengdi í mig heilum helling af vítamínum og hvað þetta nú allt heitir. Já og pantaði tíma hjá lækni svona bara til að róa Gísla. Reyndar veit ég svosem alveg hvað ég þarf að gera. Ég þarf að borða meira af hollri fæðu og hreyfa mig meira. Þetta hljómar svo hrikalega einfalt en er alveg hræðilega erfitt í framkvæmd. En orð eru jú til alls fyrst segir gamalt gott máltæki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband