Rollu rag

Í gær var allsherjar smalamennska á okkar svæði. Nú er það orðið þannig að það eru svo fáir sem smala að við verðum að smala fleiri, fleiri hektara. Reyndar slapp ég nokkuð vel þar sem ekki er gerlegt að fara þetta svæði fótgangandi. Sem betur fer eru til fjórhjól sem hjálpa til við smalamennskur. Algjörlega nauðsynlegar græjur.

Við Anni fórum með strákana á fjórhjóli og smöluðum frá Brúarfossi og hingað heim. Veðrið var alveg yndislegt þannig að við lögðum fjórhjólinu og hóuðum kindunum heim. Ég er ekki frá því að ég hafi bara verið nokkuð hressari eftir smalamennskuna í gær. Á eftir erum við svo að fara reka inn og taka lömbin frá. Næsta slátrun verður í lok þessarar viku. Uppfrá því fer smalamennskum að ljúka í bili. Um næstu helgi er að vísu þriðja leit en ég geri ekki ráð fyrir að við fáum margar kindur úr þeirri leit.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband