17.10.2007 | 21:31
Fjölgun í fjölskyldunni
Í gær fór ég í fyrsta tímann hjá sjúkraþjálfaranum. Hann skoðaði mig í bak og fyrir og tók skýrslu af mér. Þarf að fá áverkavottorð þar sem meiðslin eru afleiðingar vinnuslyss sem ég varð fyrir um ári síðan. Vonandi tekst honum að lappa upp á mig. Ég er allavega alveg eins og gamalmenni eins og ég er núna.
Eftir vinnu í dag fórum við Bjarki og Alexander í heimsókn til Ásthildar og Ragnheiðar Guðrúnar á Ánabrekku. Ástæðan fyrir heimsókninni var mjög skemmtileg en við vorum að velja okkur hvolp. Það voru þrír hrikalega krúttlegir hvolpar sem við gátum valið um. Prófuðum að halda á þeim og knúsast aðeins í þeim. Erum búin að velja en við vitum ekki alveg hvenær við fáum hann afhentan. Á heimleiðinni ræddum við aðeins hvað hann ætti að heita. Bjarki stakk uppá að hann fengi nafnið Raggi en Alexander lagði til litli sæti Angi. Ansi hreint frumlegir þessir drengir mínir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.