Femina eða Felis silvestris catus

Nú velti ég því alvarlega fyrir mér hvort ég er femina eða felis silvestris catus. Ástæðan fyrir þessum vangaveltum eru þær að fyrir nokkrum dögum fór ég til kvensjúkdómalæknis vegna endometriosis.

Læknirinn sem var hinn almennilegasti benti mér á að það væri hægt að meðhöndla þetta vandamál með lyfjameðferð. Ég jánkaði því þar sem ég var að leita bót meina minna hjá honum. Hann skrifaði lyfseðil og kvaddi mig svo.

Nokkru síðar dreif ég mig í apótekið með lyfseðilinn þar sem ég ætlaði nú að fara hefja lyfjameðferðina. Það var eitthvað voðalegt vesen á konunni í apótekinu sem var að afgreiða mig. Hún sagði að skammtastærðin væri ekki rétt og að læknirinn sem hefði skrifað uppá seðilinn var farinn úr landi. Og hvað sagði ég? Ég verð að fá þessar töflur. Lyfjafræðingurinn kom svo og ræddi við mig og féllst á að láta mig fá lyfið þó ekki í þeirri skammtastærð sem upp var gefinn.

Þegar ég var svo komin heim reif ég upp pakkann og dengdi einni pillu í mig. Svo fór ég að lesa utan á pakkann: Perlatex, takist samkvæmt umtali. Eitthvað var þetta kunnuglegt. Hvar hafði ég rekist á þetta lyf. Jú, hjá tengdamömmu. Einmitt, hún gefur læðunum sínum þetta lyf einu sinni í viku, svo þær verði ekki kettlingafullar. Nei þetta er eitthvað rugl í mér. Ég verð að fara til hennar og fá þetta staðfest.

"Getur verið að þú gefir kisunum þínum svona töflur sagði ég við hana og sýndi henni pakkann." Jú það passar sagði hún og náði í pakkann uppí skáp. Já en ég er ekki köttur. Ég fékk þetta hjá kvensjúkdómalækni vegna endometriosis. Það getur alveg passað sagði hún. Dýralæknirinn var búinn að segja mér að konur fengju stundum þetta lyf. Oh my god...

Næst fer ég bara til dýralæknis. Það er líka miklu ódýrara. Gísli getur líka fengið virðisaukann endurgreiddan af lyfjum þar sem þetta er hluti af rekstrarkostnaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð latína hjá þér. Hvað er endimededede?

Guðrún (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 17:42

2 identicon

Takk,takk.

Endometriosis is a fairly common condition in which cells that usually line the womb are found elsewhere in the body.

Ingunn (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband