Fyrsti vetrardagur

Það sem af er helgi er búið að vera frekar rólegt. Í kvöld eldaði ég ungverska gúllassúpu og bakaði brauð með. Tengdó og Mæja og Nökkvi komu í mat til okkar ásamt Pálma. Tengdamamma hafði verið fyrr í dag í frænkuboði og kom með hálfan pott af íslenskri kjötsúpu. Þannig að það var til nóg af súpu. Anni og Elisa komu svo ásamt tveimur finnskum stelpum og dreif ég súpu í þær. Þær höfðu verið á ferðalagi í dag á Snæfellsnesi og ætla svo að gista á Brúarlandi í nótt. Gísli er svo að fara í enn eina leitina í fyrramálið. Mér finnst endalaust verið að leita af kindum. Mér skilst að skýringin sé að hluta til sú að menn eru ekki samtaka í smalamennsku og girðingar á milli afrétta í misjöfnu ásigkomulagi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband