9.11.2007 | 17:48
Í hnotskurn
Loksins gef ég mér tíma til að setjast fyrir framan tölvuna og skrifa inn á bloggsíðuna. Eins og oft áður er mikill erill í kringum mig og mína. Um síðustu helgi voru 6 Finnar hjá okkur. Við héldum einnig upp á afmælið hans Alexanders á laugardaginn og á föstudaginn fengum við frekar sjaldgæfa gesti en Olga, Villi og Karen Sif komu í heimsókn. Það var alveg ofboðslega gaman að fá þau enda eru þau alltaf jafn yndisleg. Það var reyndar frekar fátt úr minni famílíu í afmælinu á laugardaginn. Systur mínar voru uppteknar við háskólanámið og bræður mínir fjarri góðu gamni. Mamma og pabbi létu þó sjá þannig að þetta var hin fínasta veisla. Ég held að ég hafi aldrei verið jafnslök fyrir neina veislu áður. Ég byrjaði að undirbúa veisluna á laugardagsmorgninum með því að fara yfir til tengdó á náttfötunum til að fá lánað eitt og annað sem mig vantaði. Svo komu óvæntir gestir rétt eftir hádegi og ég enn á náttfötunum en þeir virtust ekkert láta það á sig fá. Ég rétt náði svo að skipta um föt áður en veislugestirnir komu.
Í gær kom nýjasti fjölskyldumeðlimurinn til okkar. Hann heitir Lubbi og er 2 mánaða 3/4 bordes collie og 1/4 íslenskur hundur. Hann er búinn að fá mikla athygli fjölskyldumeðlima og virðist vera hinn ánægðasti með nýja heimilið.
Í kvöld erum við að fara með gömlu á sveitateiti á Hótel Borgarnesi. Það er nokkurskonar árshátíð bænda á Vesturlandi. Það verður spennandi að sjá hvernig slíkar samkomur fara fram. Vonandi fer þó enginn að tala um ljósastaura við mig. Ég nenni ekki í þá umræðu. Góða helgi:)
Athugasemdir
Takk fyrir okkur síðustu helgi. Við stöndum okkur alltaf vel í mætingum enda höfum við sjaldan kökunum neitað.
Til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn. En er ekki til Lubbi á Brúarhrauni? Alltaf að herma eftir nágrönnunum.
Ég bíð enn eftir ljósastaur á hlaðið hjá mér sko. Hef beðið síðan Kolbeinsstaðahreppur sameinaðist Borgarbyggð. Borga heilan helling í fasteignagjöld og fæ eiginlega enga þjónustu á móti, þarf meira að segja að fara tvo kílómetra með ruslið út í gám! Ég meinaða.
Guðrún (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 16:12
Ingunn (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.