Menningarheimur bænda

Það var fróðlegt á föstudagskvöldið að skyggnast inn í menningarheim bænda. Maturinn og skemmtiatriðin voru alveg ágæt en frekar langdreginn. Ég var við það að sofna þegar Grundartangakórinn var að syngja. Áður en ég lognaðist alveg útaf dengdi ég í mig einum kaffibolla. Eftir að formlegri dagskrá var lokið hóf hljómsveitin Stuðbandalagið að spila undir dansi. Þá fyrst hélt ég nú að dæi úr leiðindum. Þvílíkt og annað eins, það var ekki hægt að tala saman við borðið okkar þar sem hávaðinn var svo gríðarlegur. Þar sem ég var bílstjóri vissi ég að það þýddi ekkert að fara tala um að fara koma heim. Ég labbaði fram og til baka, heilsaði nokkrum, og reyndi að halda andlitinu. Það bjargaði kvöldinu að ég settist við hliðina á Svanhildi í Álftártungu og gat spjallað við hana.

Á heimleiðinni hófst mikill söngur í aftursætinu og í kjölfarið spunnust rökræður um lagleysi annars söngvarans. Ég ætlaði ekki að geta keyrt ég hló svo mikið. Þakka fyrir að hafa komið þeim heilu og höldnu heim. Það er eiginlega bara miklu skemmtilegra að vera ófullur og hafa gaman af vitleysunni í fulla fólkinu. Hún getur verið alveg ótrúlegErrm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband