Annar í aðventu

Undanfarnir dagar hafa verið nokkuð þéttir og því lítill tími til að blogga. Á föstudag fór ég á sameiginlegan sveitarstjórnarfund Akraneskaupsstaðar, Borgarbyggðar, Skorradalshrepps og Hvalfjarðarsveitar. Eftir fundinn fórum við í heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar. Ég er algjörlega frá mér numin af því starfi sem þar er unnið. Við enduðum svo á jólamáltíð á Landnámssetrinu sem var æðislegt.

Í gær fór ég í verslunar og menningarferð til Reykjavíkur með þrjá yngstu synina. Við keyptum nokkrar jólagjafir og skelltum okkur svo í bíó. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fer með synina í bíó. Allt er jú einhvern tímann  fyrst...

Á eftir erum við að fara yfir til tengdó að mála piparkökur. Annars er ég bara að reyna njóta aðventunnar og vera ekki í einhverju jólastressi. Það gengur ágætlega með dyggum stuðningi eiginmannsins. Ég er farin að hlakka óskaplega mikið til að komast í jólafrí en ég verð í nokkuð góðu jólafríi. Reyndar var ég kosinn í að sjá um jólaballið í Lyngbrekku ásamt öðrum góðum konum. Þannig að ég verð eitthvað að baka á milli jóla og nýárs, það verður nú bara gaman. Annars ætla ég að reyna gera sem allra minnst um jólin og reyndar fyrir jól einnig.

Ég er enn í sjúkraþjálfun og ekkert útlit fyrir að því fari að ljúka. Ég er ýmist ágæt eða mjög slæm þannig að sjúkraþjálfarinn er orðinn alveg ruglaður. Ég fór svo til læknis á föstudaginn til að fá álit hans. Málið er að það er útbungan í liðþófa í hálsi sem er líklega að valda mér þjáningum mínum. Ef ekkert er að gert breytist það í brjósklos. Næstu vikurnar hjá mér verða því stífar í sjúkraþjálfun og vottorð um að gera sem allra allra minnst. Það er það erfiðasta í þessu öllu. Ég vil helst gera allt sjálf en nú gengur það ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl, Ingunn !

Vona, að þú náir þér, upp úr þessum andskota, hver plagar þig, svo mjög, þessi misserin. Megir þú, sem allt þitt fólk njóta hátíðanna og áramótanna, sem allra bezt.

Beztu kveðjur, til þín og þinna, að ógleymdu fólkinu, í Stokkseyrarhverfi og nærsveitum.

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband