14.1.2008 | 20:12
Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó
Þá er stund milli stríða og smá tími fyrir bloggfærslu. Um helgina vorum við á Stokkseyri, buðum Andreu frænku með og gistum eina nótt. Gísli var reyndar að vinna. Við komumst ekki á Stk. um jólin sökum veðurs. Í gær fórum við svo í þriggja ára afmæli hjá Snæfríði Evu frænku okkar. Það var mjög gaman enda mjög, mjög langt síðan við höfðum séð frænkurnar. Mætti halda að maður byggi á Norðurpólnum.
Í morgun þegar ég fór í vinnunna var snjókoma og hafði greinilega snjóað heilmikið í nótt. Þegar ég kom heim úr vinnunni var ennþá snjókoma og enn snjóar. Í veðurfréttunum áðan var útlit fyrir enn meiri snjókomu næstu daga. Það er alveg spurning hvort ég verði að fara á traktornum mínum í vinnuna. Ég yrði nú vígaleg á traktornum með ámoksturstækin. Hef góðan spotta með mér ef ég þarf að kippa einhverjum upp:)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.