22.1.2008 | 21:18
Helstu fréttir
það eru búin að vera endalaus veikindi hjá okkur það sem af er þessu ári. Í gærkvöldi náðu þau svo hámarki þegar Alexander var fluttur á sjúkrahús með hraði ansi mikið veikur. Hann er kominn heim og á batavegi eftir viðeigandi meðferð lækna á Barnaspítala Hringsins.
Strákarnir komust ekki í skólann í dag vegna veðurs. Það var snælduvitlaust veður í nótt og morgunn. Mér skilst að það spái svo áframhaldandi snjókomu næstu daga. Þannig að veturinn er hvergi nærri búinn.
Í byrjun mars erum við hjónin að fara til Dóminíska lýðveldisins í tæpar tvær vikur. Tilefnið er fertugsafmæli húsbóndans. Það verður frábært að komast í sól og hita eftir ansi hreint leiðinlegt haust og vetur.
Seinnipartinn í apríl kemur ný finnsk stúlka til okkar, Helena. Hún ætlar að vera hjá okkur í sumar. Reyndar þarf hún að skreppa í nokkra daga til Finnlands í lok maí þar sem hún er að útskrifast úr menntaskóla. Við hlökkum til að hitta hana.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.