25.1.2008 | 17:38
Hvað er í matinn??
Sælir lesendur góðir!
Mig langar til að benda ykkur á algjöra snilldar vefsíðu þar sem þið getið fundið út hvað þið getið haft í matinn. Hver kannast ekki við þetta eilífar vandamál, hvað á að hafa í matinn?
Á þessari síðu getur þú á einfaldan máta sett upp matseðil fyrir hvern mánuð fyrir sig, prentað út uppskriftir, sent innkaupalista með sms í farsímann þinn, ákveðið magn innihalds eftir því hversu margir eru í mat o.fl. Slóðin er: www.hvaderimatinn.is
Verði ykkur að góðu!!
Athugasemdir
Hvað amaði að Alexander?
Guðrún (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 18:21
Hann var með heiftarlega streptokokka sýkingu sem lýstu sér með háum hita, örum hjartslætti og miklum höfuðkvölum. Hann er hinsvegar að ná upp fyrri þrótti, þökk sé góðum læknum og lyfjum.
Ingunn Alexandersdóttir, 25.1.2008 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.