Dekurferð

Í gær fórum við nokkrar kvenfélagskonur til Reykjavíkur í dekur. Í Baðhúsinu fengum við parafín maska á hendur, maska á andlit, herðanudd, gufu,heitan pott ásamt sótavatni og ávöxtum. Á milli meðferða vorum við í heita pottinum og gufunni. Þetta var virkilega notalegt og við algjörlega endurnærðar eftir meðferðina. Ég mæli eindregið með því að láta dekra svona við sig annað slagið. Eftir dekrið fórum við svo út að borða á Pottinum og pönnunni. Ágætis elli smella staður þar sem boðið var uppá hefðbundin íslenskan mat. Brunuðum svo heim saddar og sælar með daginn.

Þegar heim var komið var Júróvisíon partýið að byrja. Allir í stellingum enda stór stund fyrir sanna júróvisíon aðdáendur. Úrslitin komu sumum í fjölskyldunni á óvart(ekki mér þó). Ég held þó að menn séu að verða sáttir með þau. það er svo bara vonandi að við fáum að vera með í Serbíu 22. maí n.k.

Í dag er svo konudagurinn og ég í áframhaldandi dekri. Maðurinn minn gaf mér æðislegan blómvönd ásamt súkkulaði(hann veit hvað ég er veik fyrir því). Við erum svo búin að vera í rólegheitum hér heima í dag að perla og spila með strákunum. Voða notalegt. Reyndar ætlum við að skreppa aðeins út á eftir að kíkja á hestana þar sem veðrið er alveg dásamlegt...allavega séð út um eldhúsgluggann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband