5.4.2008 | 08:31
Skilaboð til íslenskra foreldra
Jæja þá er Þyrnirós vöknuð af værum blundi. Það var eitthvað svo erfitt að vakna aftur eftir algjöra afslöppun í annarri heimsálfu frá ysi og þysi íslensks veruleika. Það var svo yndislengt að vakna á morgnana áhyggjulaus og þurfa aðeins að hugsa um mann sjálfan. Hvað langar mig til að gera í dag? Reyndar verð ég að viðurkenna eftir að hafa bara þurft að hugsa um sjálfa mig í eina viku var ég orðin pínu leið á því. Ég held að það sé alveg útilokað fyrir mig að verða drottning í ríku mínu með þjóna á hverjum fingri. Líklega er ég of sjálfstæð og þrjósk til að geta það.
Nú er ég semsagt aftur kominn í íslenska gírinn. Vinna og aftur vinna. Stress yfir ástandi íslensku krónunnar, hækkunar stýrivaxta og vaxandi verðbólgu. Þetta þjóðfélag sem við búum í hér á Íslandi er alveg ótrúlega stessandi og ekkert skrýtið hvernig ástandið er hjá mörgum Íslendingnum. Er ekki nokkur leið á að við slökum aðeins á þessu neyslu brjálæði. Slökum á og höldum okkur heima hjá okkur. Eyðum tíma með börnunum okkar í að gera ekki neitt, það er bara vera til staðar og hlusta á þau. Tala saman, lesa saman, spila saman, fara í gönguferðir saman. Ekkert sem kostar peninga heldur að við gefum eitthvað af okkur til þeirra. Við þurfum ekki að vera þeysast um allar tryssur með börnin og kaupa hitt og þetta handa þeim. Það er ekki það sem þau raunverulega vilja. Þau vilja bara að við séum til staðar, hlustum á þau af athygli og veitum þeim ást og hlýju. Þetta eru skilaboð frá mér til íslenskra foreldra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.