Gleðilegt sumar!!

Þá er sumarið gengið í garð allavega samkvæmt almanakinu. Fyrstu lömbin fæddust í gær hjá okkur. Það voru gimbur og hrútur. Gimbrin fékk nafnið Hanna. Ástæðan fyrir nafnavalinu er sú að systir hennar Helenu átti afmæli í gær og Helena var búin að ákveða ef það fæddist gimbur á afmælisdaginn hennar Hönnu þá myndi hún heita Hanna. Og það gerðist einmitt:)

Helena, finnsk 18 ára stúlka, kom til okkar s.l. mánudag. Hún er hin yndislegasta og er strax búin að heilla strákana. Það þarf ekkert að segja henni hvað á að gera heldur gerir það sem þarf að gera. Alveg hreint dásamlegt:) Hún ætlar að vera hjá okkur í sumar en hún fer til Finnlands í lok maí til að útskrifast sem stúdent og kemur svo aftur í byrjun júní.

Anni og Elisa, finnsku stelpurnar sem voru hér í haust eru að spá í að koma í heimsókn í sumar. Það verður mjög gaman að hitta þær aftur, þær voru hreint alveg yndislegar. Ég reikna því með því að það verði mikill gestagangur hjá okkur í sumar þar sem fleiri Finnar hafa boðað komu sína. Það er alltaf gaman að fá skemmtilega gesti. Finnar eru alveg hreint frábært fólk,  duglegir, skemmtilegir og kurteisir.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband