Veisluhöld

Í gær fór ég með strákana þrjá í Borgarnes. Guðjón fór í afmæli hjá bekkjabróður sínum og ég fór í sund með Bjarka og Alexander á meðan. Anni og Elisa keyrðu Pétur til Reykjavíkur þar sem hann ætlar að dvelja um helgina. Þær fóru svo að lita sig um í borginni.

Á eftir þarf ég að fara útbúa mat fyrir tvær veislur. Í kvöld verður veisla hér hjá okkur til heiðurs tengdaforeldrum mínum en þau eiga 40 ára brúðkaupsafmæli í dag. Ég er semsagt að fara laga humarsúpu a la mamma. Annað kvöld verður svo veisla fyrir réttar og rekstarfólkið. Þá ætla ég að bjóða upp á grillað lambakjöt af nýslátruðu ásamt meðlæti. Ég reikna með að það verði um 40 manns í mat. Gísli er búinn að smíða langborð í bílskúrnum þannig að það ætti að vera pláss fyrir alla.Smile

Eftir hádegi í dag ætla einhverjir að fara ríðandi héðan og uppí rétt. Reyndar ætlaði ég að fara með en ég sé ekki fram á að ég komist með þar sem ég verð líklega föst í eldhúsinu. Maður er bara að verða eins og ekta húsmóðirWink. Í fyrramálið förum við svo að draga kindurnar okkar og koma þeim svo heim.


Reiðtúr

Í gær fór Gísli ásamt Guðjóni yngri, finnsku stelpunum, pabba sínum, systur og frænku í heljarinnar útreiðatúr. Riðið var frá Lækjarbug upp með Hítaránni að Grettisbæli og vestur með Fagraskógarfjalli að Kaldármelum, þaðan til Flesjustaða og svo heim. Ástæðan fyrir því að þessi reiðleið var valinn var að Kolhreppingar voru að smala hjá sér í gær. Þegar þau nálguðust Kaldármela hittu þau leitarmenn með allt fjársafnið. Anni og Elisa voru yfir sig hrifnar og áttu ekki til orð til að lýsa hrifningu sinni. Þær höfðu aldrei séð annað eins magn af fé og hestafólki áður. Þrátt fyrir mikla úrkomu létu þær bleytuna ekki hafa áhrif á sig og stóðu sig mjög vel. Guðjón minn er að mínu mati hetja gærdagsins. Hann reið alla leið frá Lækjarbug að Kaldármelum sem mér finnst nú bara alveg frábært afrek miðað við hálfleiðinlegt veður. Reyndar var hann mjög þreyttur þegar ég kom og sótti hann. Hann borðaði og borðaði sem aldrei fyrr, skellti sér svo í heitt bað og var hinn sprækasti fram eftir kvöldi.

 


Haustvertíðin að byrja

Um hvað á ég eiginlega að skrifa? Allt og ekki neitt? Ég get sagt ykkur frá því að Anni er komin til okkar sem er hið besta. Hún er mjög vinaleg og hjálpsöm. Við tölum við hana á ensku en hún hyggst fara á íslensku námskeið í október og nóvember. Gísli var nú eitthvað að tala um að það væri kannski fullseint þar sem hann yrði búinn að kenna henni íslensku. Guðjón byrjaði í fyrsta enskutímanum í dag og var bara nokkuð ánægður með sig þegar hann kom heim. Ég spurði hann hvað hann hefði lært í dag og hann svaraði um hæl: what is your name?

Ég er að reyna fá Pétur til að tala við hana en hann er eitthvað feiminn. Á morgun ætlar hann reyndar að hjálpa henni að passa strákana þar sem við Gísli þurfum bæði að fara á fund. Vonandi gengur það allt vel fyrir sig. Ég var líka búin að benda Pétri á að Anni gæti hjálpað honum með stærðfræðina þar sem hún er að læra stærðfræði í háskólanum í Helsingi.

Fyrstu réttirnar byrja um helgina þannig að nú fer haustvertíðin að byrja. Hugmyndin er að fara ríðandi í Kaldárbakkarétt á laugardaginn ef veður leyfir. Gísli og Billi á Brúarlandi eru svo skilamenn fyrir hreppinn okkar í Kaldárbakkarétt á sunnudaginn þannig að stefnan er að við förum öll þangað. Það má til gamans geta þess að Elisa vinkona Anniar er vinnukona hjá Billa.


Örstutt

Á mánudaginn kemur finnsk stúlka til okkar og ætlar að vera hjá okkur fram að jólum. Við bíðum spennt eftir að hitta hana og mér skilst á henni að hún sé mjög spennt að koma. Vonandi verður hún ekki fyrir vonbrigðum með okkur.

 Annars erum við að fara í brúðkaupið hjá Halla og Láru á morgun. Fyrst ætlum við með strákana á Stokkseyri og svo í brúðkaupið. Ég hlakka alveg óskaplega mikið tilSmile.


Uppgjör helgarinnar

Helgin leið alveg hrikalega hratt...held að ég hafi verið á hraða ljóssins um helgina. Reyndar tók ég helgina frekar snemma þar sem ég var í fríi eftir hádegi á föstudaginn. Byrjaði á að fara í klippingu og litun svona rétt til að hressa uppá útlitið..úff ekki veitt af. Þvínæst fór ég til Reykjavíkur að gæsa hana Láru svilkonu mína. Það var heljarinnar prógramm og áform mín um að vera akandi breyttust á örskammri stundu. Þetta var mjög skemmtilegt og gaman að hitta vinkonur hennar. Kvöldið endaði á Papaballi á Players.. úff, púff, er ekki enn búin að jafna mig. Það hefur líklega verið nokkuð til í orðum mannsins sem við Gunna hittum fyrir utan staðinn "Vá hvað þið eruð hallærislegar" Við fittuðum engan veginn inn í endurvinnslu prógrammið þrátt fyrir góðan vilja.

Brúðkaupið hjá Láru og Halla verður semsagt um næstu helgi þannig að það er eintóm gleði allar helgar. Strákarnir verða líklega í pössun á Stokkseyri, þeim leiðist það sko ekki. Vorum reyndar þar á laugardag og sunndag. Fórum á Veiðisafnið að skoða uppstoppuð íslensk og afrísk dýr. Strákunum fannst alveg ótrúlega gaman. Hitti Ragnhildi vinkonu hennar mömmu þar(hún er stundum að vinna þar). Alltaf gaman að hitta Stokkseyringa.

Ég fór í morgun með Alexander og Bjarka í  til langömmu. Það er alltaf sama stuðið á henni. Áður en ég fór bað hún mig að skrifa í gestabókina sem og ég gerði. Allt í einu hljóp einhver púki í mig(gerist stundum) og ég fór að yrkja stöku um ömmu og allar hennar heimsins áhyggjur og böl. Svo skrifaði ég bara undir og kvaddi. Ég var svo varla kominn til mömmu þegar ég heyrði fram í eldhúsi; Ingunn hvað varstu að skrifa í bókina? Ha ég? Hvað meinarðu? Ég er búin að vera lesa þetta fram og aftur. Gaman, gaman, tilganginum var semsagt náð. Sú gamla er söm við sigWink.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband